Áskoranir við innleiðingu á neikvæðri skimun

15/12/2020

Dansif stendur fyrir TEAMS viðburði n.k. fimmtudag 17. desember kl 10:00-11:00 á dönskum tíma (9:00-10:00 íslenskur tími) þar sem Alexander Lindwall, senior UFS greinandi hjá Danske Bank, og Mads Steinmuller, senior UFS sérfræðingur hjá Danske Bank fara yfir og ræða helstu áskoranir við innleiðingu á aðferðafræðinni „neikvæð skimun“ í tengslum við ábyrgar fjárfestingar.

Viðburðurinn mun fara fram á ensku og er félagsmönnum IcelandSIF hér með boðið að taka þátt. Hægt er að skrá sig í gegnum slóðina hér fyrir neðan.

https://www.tilmeld.dk/implementering-investeringsrestriktioner/signup

Nánari lýsing á viðburðinum (á dönsku) má svo finna hér.
https://dansif.dk/aktivitet/implementering-af-investeringsrestriktioner/