Fréttalisti

2/02/2022
IcelandSIF hélt morgunfund (fjarfund) um sjálfbæran fjármögnunarramma ríkisins þann 26. janúar 2022. Fundurinn var vel sóttur af félagsmönnum IcelandSIF og um 90 manns tengdust inn á fundinn. Sjálfbær fjármögnunarrammi íslenska ríkisins, sem kynntur var í september 2021, hlaut nýverið dökkgræna einkunn hjá CICERO Shades of Green, sem er alþjóðlega viðurkenndur og sjálfstæður vottunaraðili.
Lesa meira
25/01/2022
Á morgunfundi þann 26. janúar kl. 9:00 sem haldinn verður á Teams, mun Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ávarpa fund IcelandSIF og kynna sjálfbæran fjármögnunarramma ríkisins, ásamt Esther Finnbogadóttur, sérfræðing á skrifstofu stjórnunar og umbóta.
Lesa meira
22/12/2021
Kristbjörg M. Kristinsdóttir, stjórnarformaður IcelandSIF, ritaði grein um þróun ábyrgra fjárfestinga og tækifærin í félagslega þættinum sem birtist í jólablaði Vísbendingar.
Lesa meira