Fréttalisti

26/06/2019
Stjórn samtakanna horfir nú til starfsins í haust. Stefnan er að fylgja eftir hlutverki samtakanna um að vera umræðuvettvangur fyrir ábyrgar og sjálfbærar fjárfestinga og efla þannig þekkingu fjárfesta á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. Könnun sem framkvæmd var meðal félagsamanna sýndi að það vanti íslensk dæmi um innleiðingu ábyrgra og sjálfbærra fjárfestinga. Í þessu sambandi er tækifæri til samstarfs við viðskiptadeild Háskóla Íslands þar sem kennt er námskeið á sviði viðskiptasiðfræði á meistarastigi. Munu nemendur vinna að raunhæfum verkefnum í samstarfi við aðildarfélög Iceland SIF og undir leiðsögn kennara námskeiðsins, Þröst Olaf Sigurjónssonar.
Lesa meira
24/06/2019
Við vekjum athygli á áhugaverðum viðburði sem haldinn verður dagana 7. og 8. nóvember n.k. á vegum norrænu SIF samtakanna í Stokkhólmi. Norrænir samstarfsaðilar hafa mikla reynslu á sviði ábyrgra og sjálfbærra fjárfestinga sem við getum lært af. Meðfylgjandi eru hlekkur á viðburðinn og málefni sem rædd verða en endanleg dagskrá verður send út síðar: https://swesif.org/event/nordic-sif-2019-save-the-date/
Lesa meira
15/04/2019
Ný stjórn var kosin á aðalfundi IcelandSIF sem haldinn var 10. apríl sl. Stjórnina skipa Davíð Rúdólfsson forstöðumaður eignastýringar Gildi lífeyrissjóði, Egill Tryggvason forstöðumaður fjárfestinga hjá Verði Tryggingum, Kristín Jóna Kristjánsdóttir, fjárfestingastjóri hjá Íslandssjóðum, Kristján Geir Pétursson, lögfræðingur hjá Lífeyrissjóðnum Birtu, Óli Freyr Kristjánsson sérfræðingur í ábyrgum fjárfestingum fagfjárfesta hjá Arion banka, Margit Robertet, forstöðumaður framtakssjóða hjá Kviku og Halldór Kristinsson, forstöðumaður hlutabréfa hjá Landsbréfum. Kristín Jóna er stjórnarformaður samtakanna og Óli Freyr er varaformaður stjórnar.
Lesa meira