Fréttalisti

8/02/2022
Á morgunfundi þann 9. febrúar kl. 9:00 sem haldinn verður á Teams, mun Dr. Helga Kristín Auðunsdóttir fara yfir íhlutun hluthafa vegna UFS byggt á doktorsverkefni sínu sem hún lauk frá Fordham University í New York ríki í Bandaríkjunum, þann 3. september árið 2021.
Lesa meira
2/02/2022
IcelandSIF hélt morgunfund (fjarfund) um sjálfbæran fjármögnunarramma ríkisins þann 26. janúar 2022. Fundurinn var vel sóttur af félagsmönnum IcelandSIF og um 90 manns tengdust inn á fundinn. Sjálfbær fjármögnunarrammi íslenska ríkisins, sem kynntur var í september 2021, hlaut nýverið dökkgræna einkunn hjá CICERO Shades of Green, sem er alþjóðlega viðurkenndur og sjálfstæður vottunaraðili.
Lesa meira
25/01/2022
Á morgunfundi þann 26. janúar kl. 9:00 sem haldinn verður á Teams, mun Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ávarpa fund IcelandSIF og kynna sjálfbæran fjármögnunarramma ríkisins, ásamt Esther Finnbogadóttur, sérfræðing á skrifstofu stjórnunar og umbóta.
Lesa meira
22/12/2021
Kristbjörg M. Kristinsdóttir, stjórnarformaður IcelandSIF, ritaði grein um þróun ábyrgra fjárfestinga og tækifærin í félagslega þættinum sem birtist í jólablaði Vísbendingar.
Lesa meira
19/11/2021
IcelandSIF hélt fjarfund í samstarfi Háskóla Íslands um kynningu á MSc ritgerðum þann 18. nóvember 2021. Erindi fluttu Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, María Ásdís Stefánsdóttir Berndsen MSc frá Háskóla Íslands, Ingi Poulsen MSc frá Háskóla Íslands febrúar 2022, Björg Jónsdóttir MSc frá Háskóla Íslands 2021 og Jóhann Viðar Halldórsson, MSc frá Háskóla Íslands febrúar 2022
Lesa meira
12/11/2021
IcelandSIF hélt morgunfund (fjarfund) um blá skuldabréf þann 12. nóvember 2021. Fundurinn var vel sóttur af félagsmönnum IcelandSIF og um 120 manns tengdust inn á fundinn.
Lesa meira
11/11/2021
IcelandSIF stendur fyrir fjarfundi um blá skuldabréf föstudaginn 12. nóvember klukkan 09:00-10:00. Blá skuldabréf hafa birst fjárfestum í auknum mæli undanfarin tvö ár og er áhersluatriði þeirra nýting fjármuna í verkefni tengd verndun sjávar. Blá skuldabréf hafa komið inná markaðinn sem angi af grænum skuldabréfum og má segja að umfang útgáfu þeirra sé álíka mikið og græn skuldabréf voru fyrir um áratug síðan. Seychelles eyjar, Bank of China, NIB og Brim eru dæmi um útgefendur sem hafa gefið út slík skuldabréf.
Lesa meira
9/09/2021
IcelandSIF hélt fjarfund þann 8. september 2021 í samstarfi við Guidehouse og Morgan Stanley, um óbein umhverfisáhrif fjármálafyrirtækja í gegnum fjárfestingar og útlán. Fundurinn var vel sóttur af félagsmönnum IcelandSIF og hátt í 100 manns tengdust inn á fundinn.
Lesa meira
22/05/2021
Ný stjórn IcelandSIF var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni, þann 20. maí.
Lesa meira
19/05/2021
Stjórn IcelandSIF bendir félagsmönnum á að aðalfundur IcelandSIF verður haldinn fimmtudaginn 20. maí nk., að loknum hefðbundnum fundarstörfum mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpa fundargesti og fjalla um áherslur og markmið ríkisstjórnar Íslands í umhverfis- og loftslagsmálum.
Lesa meira