Fréttalisti

9/09/2021
IcelandSIF hélt fjarfund þann 8. september 2021 í samstarfi við Guidehouse og Morgan Stanley, um óbein umhverfisáhrif fjármálafyrirtækja í gegnum fjárfestingar og útlán. Fundurinn var vel sóttur af félagsmönnum IcelandSIF og hátt í 100 manns tengdust inn á fundinn.
Lesa meira
22/05/2021
Ný stjórn IcelandSIF var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni, þann 20. maí.
Lesa meira
19/05/2021
Stjórn IcelandSIF bendir félagsmönnum á að aðalfundur IcelandSIF verður haldinn fimmtudaginn 20. maí nk., að loknum hefðbundnum fundarstörfum mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpa fundargesti og fjalla um áherslur og markmið ríkisstjórnar Íslands í umhverfis- og loftslagsmálum.
Lesa meira
19/03/2021
IcelandSIF hélt morgunfund (fjarfund) um sjálfbærar fjármálaafurðir þann 18. mars 2021. Fundurinn var vel sóttur og um 100 manns skráðu sig á fundinn. Um er að ræða fimmta viðburð IcelandSIF veturinn 2020-2021 og hafa allir viðburðirnir verið fjarfundir, í ljósi aðstæðna.
Lesa meira
11/03/2021
IcelandSIF býður félagsmönnum á rafrænan morgunfund fimmtudaginn 18. mars n.k. þar sem fjallað verður um sjálfbærar fjármálaafurðir. Fundurinn, sem stendur yfir frá kl. 9:00-10:00, verður haldinn á TEAMS og hlekkur sendur í tölvupósti á skráða aðila daginn fyrir fund.
Lesa meira
3/03/2021
IcelandSIF stóð fyrir morgunfundi um PRI skýrslugjöf 2021 þriðjudaginn 2. mars. Kristbjörg M. Kristjánsdóttir opnaði fundinn fyrir hönd IcelandSIF og kynnti Yuliu Sofronova sem er Co-Head of Nordic, CEE & CIS, Signatory Relations hjá Principles for Responsible Investment (PRI).
Lesa meira
25/02/2021
IcelandSIF býður aðildarfélögum á morgunfund (fjarfund) 2. mars frá kl. 9:00-10:00 þar sem fjallað verður um PRI (Principles for Responsible Investment) skýrslugjöf 2021.
Lesa meira
28/01/2021
IcelandSIF vill vekja athygli félagsmanna á rafrænum fundi sem haldinn verður þriðjudaginn 2. febrúar kl. 9:00 þar sem kynnt verður 6. útgáfa leiðbeininga um góða stjórnarhætti fyrirtækja.
Lesa meira
17/12/2020
Kristbjörg M. Kristinsdóttir, varaformaður stjórnar Iceland SIF og fjármálastjóri Stefnis, birti eftirfarandi grein um ábyrgar fjárfestingar sem birtist í Vísbendingu, vikuriti um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun, þann 11. desember s.l.:
Lesa meira
15/12/2020
Dansif stendur fyrir TEAMS viðburði n.k. fimmtudag 17. desember kl 10:00-11:00 á dönskum tíma (9:00-10:00 íslenskur tími) þar sem Alexander Lindwall, senior UFS greinandi hjá Danske Bank, og Mads Steinmuller, senior UFS sérfræðingur hjá Danske Bank fara yfir og ræða helstu áskoranir við innleiðingu á aðferðafræðinni „neikvæð skimun“ í tengslum við ábyrgar fjárfestingar.
Lesa meira