Fréttalisti

27/11/2019
IcelandSIF hélt vel heppnaðan fund undir yfirskriftinni: Framsetning, endurskoðun og eftirlit með ófjárhagslegum upplýsingum, nú á dögunum.
Lesa meira
14/11/2019
Mánudaginn 21. október stóð IcelandSIF fyrir morgunfundi með Sean Kidney, framkvæmdastjóra og stofnanda Climate Bonds Initiative. Fundurinn, sem var haldinn í Ásmundarsal, var vel sóttur af áhugasömum fundargestum og meðlimum IcelandSIF.
Lesa meira
14/11/2019
Þetta og sitthvað fleira áhugavert bar á góma í ráðstefnusal Veraldar, húss Vigdísar, að morgni mánudags 7. október þegar meistaraprófsnemar í viðskiptasiðfræði í Háskóla Íslands kynntu verkefni sem þeir unnu að í samstarfi við IcelandSIF og varða ábyrgar fjárfestingar. Egill Tryggvason, stjórnarmaður í IcelandSIF og formaður vinnuhóps skipulagði samkomuna og Þröstur Ólafur Sigurjónsson stýrði fundi. Þröstur er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og umsjónarmaður meistaranámskeiðs í viðskiptasiðfræði.
Lesa meira
9/10/2019
Fimmtudaginn 29. ágúst var haldinn fjölsóttur fræðslufundur á vegum IcelandSIF sem Háskólahópurinn skipulagði. Í upphafi fundar minntist Kristín Jóna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður IcelandSIF, Óla Freys Kristjánssonar, varaformanns stjórnar IcelandSIF, með stuttu ávarpi, en hann lést á líknardeild Landspítalans 25. ágúst.
Lesa meira
20/09/2019
Við viljum vekja athygli á ráðstefnu Nordic SIF, sem haldin verður að þessu sinni í Stokkhólmi dagana 7. og 8. nóvember. Ráðstefnan er eingöngu opin meðlimum Swesif, Dansif, Finsif, Iceland SIF og Norsif og er mikilvægur vettvangur til að fara yfir og deila þekkingu á þeim viðfangsefnum sem við öll eigum sameiginleg.
Lesa meira
26/06/2019
Morgunblaðið birti grein eftir Kristínu Jónu Kristjánsdóttur og Vigdisi Sif Hrafnkelsdóttur, fulltrúa fræðsluhóps IcelandSIF um aðferðarfræði ábyrgra fjárfestinga.
Lesa meira
9/05/2019
Viðskiptablaðið birti grein eftir Eyrúnu Einarsdóttur og Hreggvið Ingason, fulltrúa fræðsluhóps IcelandSIF um sjálfbær skuldabréf.
Lesa meira
26/06/2019
Stjórn samtakanna horfir nú til starfsins í haust. Stefnan er að fylgja eftir hlutverki samtakanna um að vera umræðuvettvangur fyrir ábyrgar og sjálfbærar fjárfestinga og efla þannig þekkingu fjárfesta á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. Könnun sem framkvæmd var meðal félagsamanna sýndi að það vanti íslensk dæmi um innleiðingu ábyrgra og sjálfbærra fjárfestinga. Í þessu sambandi er tækifæri til samstarfs við viðskiptadeild Háskóla Íslands þar sem kennt er námskeið á sviði viðskiptasiðfræði á meistarastigi. Munu nemendur vinna að raunhæfum verkefnum í samstarfi við aðildarfélög Iceland SIF og undir leiðsögn kennara námskeiðsins, Þröst Olaf Sigurjónssonar.
Lesa meira
24/06/2019
Við vekjum athygli á áhugaverðum viðburði sem haldinn verður dagana 7. og 8. nóvember n.k. á vegum norrænu SIF samtakanna í Stokkhólmi. Norrænir samstarfsaðilar hafa mikla reynslu á sviði ábyrgra og sjálfbærra fjárfestinga sem við getum lært af. Meðfylgjandi eru hlekkur á viðburðinn og málefni sem rædd verða en endanleg dagskrá verður send út síðar: https://swesif.org/event/nordic-sif-2019-save-the-date/
Lesa meira
15/04/2019
Ný stjórn var kosin á aðalfundi IcelandSIF sem haldinn var 10. apríl sl. Stjórnina skipa Davíð Rúdólfsson forstöðumaður eignastýringar Gildi lífeyrissjóði, Egill Tryggvason forstöðumaður fjárfestinga hjá Verði Tryggingum, Kristín Jóna Kristjánsdóttir, fjárfestingastjóri hjá Íslandssjóðum, Kristján Geir Pétursson, lögfræðingur hjá Lífeyrissjóðnum Birtu, Óli Freyr Kristjánsson sérfræðingur í ábyrgum fjárfestingum fagfjárfesta hjá Arion banka, Margit Robertet, forstöðumaður framtakssjóða hjá Kviku og Halldór Kristinsson, forstöðumaður hlutabréfa hjá Landsbréfum. Kristín Jóna er stjórnarformaður samtakanna og Óli Freyr er varaformaður stjórnar.
Lesa meira