Fréttalisti

14/11/2019
Mánudaginn 21. október stóð IcelandSIF fyrir morgunfundi með Sean Kidney, framkvæmdastjóra og stofnanda Climate Bonds Initiative. Fundurinn, sem var haldinn í Ásmundarsal, var vel sóttur af áhugasömum fundargestum og meðlimum IcelandSIF.
Lesa meira
14/11/2019
Þetta og sitthvað fleira áhugavert bar á góma í ráðstefnusal Veraldar, húss Vigdísar, að morgni mánudags 7. október þegar meistaraprófsnemar í viðskiptasiðfræði í Háskóla Íslands kynntu verkefni sem þeir unnu að í samstarfi við IcelandSIF og varða ábyrgar fjárfestingar. Egill Tryggvason, stjórnarmaður í IcelandSIF og formaður vinnuhóps skipulagði samkomuna og Þröstur Ólafur Sigurjónsson stýrði fundi. Þröstur er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og umsjónarmaður meistaranámskeiðs í viðskiptasiðfræði.
Lesa meira
9/10/2019
Fimmtudaginn 29. ágúst var haldinn fjölsóttur fræðslufundur á vegum IcelandSIF sem Háskólahópurinn skipulagði. Í upphafi fundar minntist Kristín Jóna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður IcelandSIF, Óla Freys Kristjánssonar, varaformanns stjórnar IcelandSIF, með stuttu ávarpi, en hann lést á líknardeild Landspítalans 25. ágúst.
Lesa meira