Breytt framtíðarsýn? - Áhrif Omnibus-tillaga ESB á sjálfbær fjármál

5/03/2025

IcelandSIF stendur fyrir fjarfundi um Omnibus-tillögur ESB þann 26. mars nk. kl. 09:00-10:00.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði fram tillögur að breytingum á sjálfbærnireglum ESB í lok febrúar. Fyrirhugaðar breytingar eru nokkuð umfangsmiklar og fela í sér að umtalsvert færri fyrirtæki falli undir reglurnar en upphaflega var lagt upp með. Tillögunum er ætlað að einfalda kröfur um upplýsingagjöf og auka samkeppnishæfni og skilvirkni fyrirtækja.

Á fjarfundinum verður farið yfir tillögurnar og hvaða áhrif breytingarnar munu hafa á sjálfbær fjármál, bæði hérlendis og erlendis. Áhersla verður lögð á að draga fram hvaða þýðingu þær hafa fyrir aðildarfélög IcelandSIF í náinni framtíð.

Við fáum til okkar fyrsta flokks fyrirlesara sem hafa kynnt sér umfjöllunarefnið í þaula:

  • Simon Brennan, sem fer fyrir miðstöð um sjálfbærniregluverk hjá Deloitte (e. Sustainability Regulation Hub) í Bretlandi.
  • Tómas N. Möller, yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
  • Helena Guðjónsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar og sjálfbærni hjá Íslandssjóðum.
  • Reynir Smári Atlason, forstöðumaður sjálfbærni hjá Creditinfo.

Að erindunum loknum verður tími fyrir spurningar.

Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn.