Endanlegar tillögur stjórnar til aðalfundar IcelandSIF 2025

14/05/2025

Endanlegar tillögur stjórnar til aðalfundar IcelandSIF þann 15. maí 2025 liggja nú fyrir.

Aðalfundur IcelandSIF verður haldinn í höfuðstöðvum Landsbankans, Reykjastræti 6, 101 Reykjavík, fimmtudaginn 15. maí og hefst fundurinn kl. 9:00. Boðið verður upp á kaffiveitingar frá klukkan 8:30.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ávarpa fundargesti.

Hér er að finna skráningu á fundinn
Endanlegar tillögur stjórnar eru aðgengilegar hér
Ársreikningur IcelandSIF 2024 án endurskoðunar eða könnunar
Samþykktir IcelandSIF