Stjórn IcelandSIF óskar aðildarfélögum gleðilegs sumars og kynnir næsta viðburð samtakanna þann 26. ágúst næstkomandi.
Samtökin standa fyrir morgunfundi um sjálfbærniáhættu í fjárfestingarferlinu þann 26. ágúst frá kl. 9:00 til 10:15 í húsnæði Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar frá kl. 8:30.
Á þessum viðburði verður áhersla lögð á að rýna þær aðferðir sem fjárfestar nota við mat á sjálfbærniáhættu, þar með talið loftslagsáhættu, í fjárfestingaferlinu. Fjallað verður um það hvort, og þá hvernig, matsferlið getur verið virðisaukandi.
Skráning er nú þegar opin: Skráðu þig hér!