IcelandSIF vekur athygli á viðburði á vegum Dansif miðvikudaginn 12. nóvember 2025.
Þar verður fjallað um hvernig nýjar reglur og lagatúlkanir í Bandaríkjunum og Evrópu hafa áhrif á stofnanafjárfesta sem vilja beita virku eignarhaldi (proxy voting og engagement).
Sérfræðingar frá Wilson Sonsini fara yfir helstu hindranir og áhættuþætti sem tengjast virku eignarhaldi, muninn á bandarísku og evrópsku regluverki, og hvaða skref fjárfestar geta tekið til að draga úr áhættu.
Viðburðurinn fer fram miðvikudaginn 12. nóvember kl. 14:00–15:00 GMT og er opinn aðildarfélögum IcelandSIF.