Í byrjun júní fór fram árleg ráðstefna NordicSIF, sem að þessu sinni var haldin í Stokkhólmi í boði SweSIF samtakanna. Ráðstefnan er mikilvægur árlegur viðburður þar sem saman koma meðlimir Dansif, Finsif, Swesif, Icelandsif og Norsif. Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir norræna fjárfesta til að skiptast á hugmyndum og vinna saman að því að takast á við áskoranir í tengslum við ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar.
Þema ráðstefnunnar í ár var „The Future of humanity" eða "Framtíð mannkynsins".
FinSIF birtu ítarlega samantekt af ráðstefnunni sem áhugasamir geta nálgast hér: Samantekt frá FinSIF