Omnibus - nýjustu vendingar (desember 2025)

12/12/2025

Í febrúar 2025 lagði framkvæmdastjórn ESB fram svokallaða Omnibus tillögu (Omnibus pakki 1) sem felur í sér víðtækar breytingar á sjálfbærniregluverki sambandsins, þar á meðal CSRD, flokkunarreglugerðinni (EU Taxonomy) og CSDDD.

Markmiðið samkvæmt ESB er að draga úr stjórnsýslubyrði fyrirtækja, einfalda upplýsingagjöf og gera regluverkið aðgengilegra fyrir fyrirtæki.

Þriðjudaginn 9. desember náðu framkvæmdastjórn ESB, Evrópuþingið og ráðherrarráðið samkomulagi um þennan fyrsta Omnibus pakka. Samkomulagið léttir á skýrsluskyldu og dregur úr áhrifum á smærri fyrirtæki í tengslum við flokkunarreglugerðina, CSRD- og CSDDD-tilskipanirnar.

Í samkomulaginu eru ný viðmiðunarmörk fyrir CSRD og EU Taxonomy sem ná til fyrirtækja með yfir 1.000 starfsmenn og 450 milljónir evra í veltu, og ný viðmiðunarmörk fyrir CSDDD ná til fyrirtækja með yfir 5.000 starfsmenn og 1,5 milljarða evra í veltu.

IcelandSIF tók saman nokkra punkta um tillögurnar, en atkvæðagreiðslur um samkomulagið fara fram á næstu dögum, sú síðasta þann 16. desember 2025.

Sjá samantekt IcelandSIF hér.