Sjálfbærniáhættur á fjármálamarkaði - úr upplýsingaskyldu í virðisauka

14/08/2025

IcelandSIF stendur fyrir morgunfundi um sjálfbærniáhættur á fjármálamarkaði fimmtudaginn 28. ágúst næstkomandi frá kl. 9:00 til 10:15 í húsnæði LIVE, Kringlunni 7. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar frá kl. 8:30.

Á viðburðinum verður lögð áhersla á að rýna þær aðferðir sem aðilar á fjármálamarkaði nota við mat á sjálfbærniáhættum. Fjallað verður um það hvort, og þá hvernig, matsferlið geti verið virðisaukandi, m.a. fyrir sjálft fjárfestingaferlið.

Ýmis vandkvæði og áskoranir fylgja innleiðingu á sjálfbærniáhættum í matsferlið, þar á meðal mat á fjárhagslegu mikilvægi, aðferðir til að verðleggja ólíkar áhættur, gagnaöflun o.fl. Engar tvær leiðir eru eins og ólíkir aðilar á fjármálamarkaði nota ólíkar aðferðir sem falla að þeirra starfsemi til að meta sjálfbærniáhættur.

Við fáum til okkar eftirfarandi sérfræðinga sem verða með erindi:

  • Samþætting sjálfbærniáhætta í ákvarðanatökuferli fjárfestinga.
    Þráinn Halldórsson, sérfræðingur í eignastýringu LIVE.
  • Mat á sjálfbærniáhættum frá sjónarhóli rekstrarfélags.
    Rakel Guðmundsdóttir, sjóðsstjóri hjá Alfa Framtak.
  • Vátryggingar á tímum loftslagsbreytinga - Hver eru áhrifin?
    Ásdís Gísladóttir, áhættustjóri hjá Sjóvá.

    Hér má nálgast skráningu og frekari upplýsingar um morgunfundinn.

    Fundurinn er opinn fyrir aðildarfélög IcelandSIF.