Vinnuhópar IcelandSIF skipaðir fyrir 2025-2026

25/09/2025

IcelandSIF hefur skipað vinnuhópa fyrir starfsárið 2025-2026. Vinnuhóparnir þrír eru fræðslu- og upplýsingahópur, lögfræðihópur og miðlunarhópur.

Stjórn IcelandSIF þakkar aðildarfélögum fyrir mikinn áhuga á setu í vinnuhópunum og býður meðlimum vinnuhópanna velkomna í samtökin.

Fræðslu- og upplýsingahópur

Tilgangur hópsins er að standa að faglegri og aðgengilegri fræðslu um sjálfbærar og ábyrgar fjárfestingar. Hópurinn skipuleggur viðburði og útbýr fræðsluefni m.a. um sjálfbærar og ábyrgar fjármálaafurðir og tekur virkan þátt í samstarfi við innlenda og erlenda háskóla og samstarfsaðila.

Meðlimir:

  • Þráinn Halldórsson, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, formaður
  • Aníta Gunnarsdóttir, Creditinfo
  • Diljá Eir Ólafsdóttir, Kvika banki
  • Iðunn Hafsteinsdóttir, Stefnir
  • Sara Júlía Baldvinsdóttir, KPMG

Lögfræðihópur

Tilgangur hópsins er að taka saman og miðla efni sem tengist núverandi og framtíðarlöggjöf á sviði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga sem snerta félagsaðila með einum eða öðrum hætti. Hópurinn skipuleggur jafnframt viðburði á því sviði.

Meðlimir:

  • Heiðrún Hödd Jónsdóttir, LSR, formaður
  • Arnar Sveinn Harðarson, Arion banki
  • Agla Eir Vilhjálmsdóttir, BBA/Fjeldco
  • Gunnar Ásgeirsson, Gildi
  • Hildur Karen Haraldsdóttir, Accrona

Miðlunarhópur

Tilgangur hópsins er að miðla efni sem verður til á vettvangi samtakanna til félagsaðila með aðgengilegum hætti, meðal annars í gegnum samfélagsmiðla. Hópurinn skipuleggur viðburði í samstarfi við stjórn og aðra vinnuhópa innan samtakanna.

Meðlimir:

  • Helena Guðjónsdóttir, Íslandssjóðir, formaður
  • Lilja Pálsdóttir, Landsbankinn
  • Saga Helgason, Landsbankinn