Tilgangur IcelandSIF er að efla þekkingu félagsaðila á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga og auka umræður um sjálfbærar og ábyrgar fjárfestingar.
Samtökin IcelandSIF voru stofnuð 13. nóvember 2017.
Samtökunum er ætlað að vera óháður vettvangur fyrir umræðu og fræðslu um sjálfbærar og ábyrgar fjárfestingar.
Félagsaðilar eru tvenns konar, aðildarfélög og aukaaðilar.
Atkvæðaréttur og vægi
Starfsemi samtakanna
Útvistun verkefna
Endurskoðandi samtakanna er PricewaterhouseCoopers ehf.
Enskt heiti samtakanna er IcelandSIF (Iceland Sustainable Investment Forum)
Íslenskt heiti samtakanna er IcelandSIF - íslenskur umræðuvettvangur fyrir ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar
Stofnaðilar IcelandSIF eru fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir og tryggingafélög sem fjárfesta fyrir eigin reikning eða í umboði þriðja aðila með starfsemi á Íslandi og styðja tilgang samtakanna. Á meðal stofnaðila voru ellefu lífeyrissjóðir, fjórir bankar, þrjú tryggingafélög, fjögur rekstrarfélög verðbréfasjóða og eitt eignastýringarfyrirtæki.