IcelandSIF stendur fyrir morgunfundi um sjálfbærni í fiskeldi miðvikudaginn 12. nóvember næstkomandi frá kl. 9:00 til 10:15 í húsnæði Arion banka Borgartúni 19. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar frá kl. 8:30.
Íslenskt fiskeldi stendur á tímamótum þar sem sjálfbærni, nýsköpun og samfélagsleg ábyrgð eru í forgrunni. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í greininni undanfarin ár og hefur umræðan um jákvæð áhrif hennar á störf á landsbyggðinni aukist samhliða umræðum um möguleg neikvæð umhverfisáhrif greinarinnar.
Á þessum viðburði rýnum við í hvernig hægt er að þróa fiskeldi með ábyrgum hætti þar sem náttúran, samfélagið og hagkerfið vinna saman. Viðburðurinn dregur saman fulltrúa atvinnulífsins, vísinda og fjármála til að ræða tækifæri Íslands til að verða fyrirmynd í lagareldi og mikilvægi samvinnu hagsmunaaðila til að tryggja trausta framtíð greinarinnar.
Á viðburðinum verður lögð áhersla á:
Frekari dagskrá verður birt síðar.
Fundurinn er opinn fyrir aðildarfélög IcelandSIF.
Athugið að fundurinn verður ekki tekinn upp.
Arion Gullfoss (3.hæð, aðalinngangur), Arion Banki, Borgartún 19, 105 Reykjavík