IcelandSIF stendur fyrir morgunfundi um sjálfbærniáhættur á fjármálamarkaði fimmtudaginn 28. ágúst næstkomandi frá kl. 9:00 til 10:15 í húsnæði LIVE, Kringlunni 7. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar frá kl. 8:30.
Á viðburðinum verður lögð áhersla á að rýna þær aðferðir sem aðilar á fjármálamarkaði nota við mat á sjálfbærniáhættum. Fjallað verður um það hvort, og þá hvernig, matsferlið geti verið virðisaukandi, m.a. fyrir sjálft fjárfestingaferlið.
Ýmis vandkvæði og áskoranir fylgja innleiðingu á sjálfbærniáhættum í matsferlið, þar á meðal mat á fjárhagslegu mikilvægi, aðferðir til að verðleggja ólíkar áhættur, gagnaöflun o.fl. Engar tvær leiðir eru eins, ólíkir aðilar á fjármálamarkaði nota ólíkar aðferðir sem falla að þeirra starfsemi til að meta sjálfbærniáhættur. Aðferðir stofnanafjárfesta í þessu ferli hafa t.d. áhrif á hvaða áherslur rekstraraðilar sjóða leggja í þróun, uppsetningu og framsetningu fjárfestingakosta.
Samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2088 um upplýsingagjöf tengdri sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu ber fjárfestum að útskýra hvernig þeir samþætta sjálfbærniáhættur í ákvarðanatökuferli fjárfestinga. Samhliða innleiðingu reglugerðarinnar hefur samþættingin þroskast á íslenskum fjármálamarkaði, og gegna fjárfestar mikilvægu hlutverki í að stuðla að gagnsæi á þessu sviði.
Við fáum til okkar eftirfarandi sérfræðinga sem verða með erindi:
Fundurinn er opinn fyrir aðildarfélög IcelandSIF.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna, 5.hæð, Kringlan 7 (Hús verslunarinnar)