Omnibus

Nýjustu vendingar

Þessi síða var síðast uppfærð í nóvember 2025

Í febrúar 2025 lagði framkvæmdastjórn ESB fram svokallaða Omnibus tillögu sem felur í sér víðtækar breytingar á sjálfbærniregluverki sambandsins, þar á meðal CSRD, flokkunarreglugerðinni (EU Taxonomy) og CSDDD. Markmiðið samkvæmt ESB er að draga úr stjórnsýslubyrði fyrirtækja, einfalda upplýsingagjöf og gera regluverkið aðgengilegra fyrir fyrirtæki. Tillagan hefur vakið töluverða umræðu innan Evrópuþingsins og -ráðsins, þar sem sumir telja að breytingarnar gangi of skammt, á meðan aðrir fagna auknu svigrúmi. Ljóst er að sjálfbærniregluverk ESB verður ekki jafn umfangsmikið og lagt var upp með í fyrstu, með tilliti til þeirra fyrirtækja sem falla þar undir.

IcelandSIF hefur tekið saman það helsta er varðar breytingar á Omnibus sem kynntar voru nú á dögunum hjá ESB.

Omnibus - glærur